Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Góð samskipti milli foreldra í bekkjum, árgöngum og skólum eru ein grunnstoðin að góðu skólasamfélagi og einnig er það mikilvægur partur af forvörnum að þekkja foreldra skólafélaga barnanna. Til að auðvelda samskipti á milli foreldra hafa mörg foreldrafélög og foreldrahópar nýtt sér Facebook og myndað þar bekkjar- eða árgangasíður. Þar er hægt að skiptast á ýmsum upplýsingum um skóla- og bekkjarstarfið, minna á viðburði eins og afmæli og skipuleggja fjáraflanir.

Það er mikilvægt að hafa í huga að Facebook er ekki réttur vettvangur til að ræða persónuleg málefni barnanna eða gera upp vandamál sem geta myndast í barna- eða foreldrahópnum. Til þess eru aðrir vettvangar.

Til þess að auðvelda foreldrum utanumhald á þessum síðum hefur í nokkurn tíma verið kallað eftir leiðbeinandi siðareglum fyrir þessa hópa. Til að svara kallinu var myndaður starfshópur frá SAMFOK, Heimili og skóla og foreldrum úr fulltrúaráði SAMFOK.

Gerast meðlimur í Heimili og skóla

Vertu virkur félagi í Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.

Með því að gerast félagi styður þú við bakið á foreldrum um allt land, útgáfu á fjölbreyttu efni og færð afslátt af námskeiðum og viðburðum samtakanna. Heimili og skóli nota upplýsingar um félaga eingöngu til að vera í samskiptum við félagsmenn, senda þeim upplýsingar og fleira.