Leikskólar

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrasamstarf

Mikilvægt er að náið samstarf og gagnkvæmt traust skapist milli heimilis og leikskóla. Foreldrar þekkja barn sitt best, þeir hafa þekkt það frá fæðingu og fylgst með þroskaferli þess og líðan. Leikskólakennari kynnist barni í leikskólastarfi og þekkir þroska þess, færni og viðbrögð í barnahópi.

Leikskólastjóra ber skylda til, samkvæmt lögum um leikskóla og reglugerð um starfsemi leikskóla, að stuðla að samstarfi heimila og leikskóla.

Markmiðið með foreldrasamstarfi

  • Veita foreldrum upplýsingar um starfsemi leikskólans.
  • Veita foreldrum upplýsingar um þroska barnsins og stöðu þess í leikskólanum.
  • Afla upplýsinga um aðstæður og uppeldisviðhorf foreldra.
  • Stuðla að þátttöku foreldra í starfi leikskólans.
  • Rækta samvinnu og samskipti leikskólans og heimilanna.

Dagleg samskipti

Foreldrar þurfa að fylgjast með því sem helst hefur drifið á daga barns í leikskóla og leikskólakennari þarf að vita um helstu atburði í lífi barnsins utan leikskólans, t.d. ferðalög, leikhúsferðir og afmæli, sem gaman er fyrir barnið að segja frá.
Mikilvægt er að foreldrar láti leikskólakennara barns vita ef breytingar verða á högum þess og fjölskyldulífi. Börn eru næm á allar breytingar og geta þær haft áhrif á líðan þeirra.

Fræðsluefni fyrir leikskóla:

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Aktywni rodzice – lepsze przedszkole

Aktywni rodzice - lepsze przedszkole.

Aktywni rodzice – lepsze przedszkole

Aktywni rodzice - lepsze przedszkole.

Aktywni rodzice – lepsze przedszkole

Aktywni rodzice - lepsze przedszkole.

Aktywni rodzice – lepsze przedszkole
Leikskólar
Góð ráð

Aktywni rodzice - lepsze przedszkole.

Leikskólar
Góð ráð
Samstarf heimila og skóla
Virkir foreldrar - Betri leikskóli

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra getur skipt sköpum í námi og skólagöngu.

Virkir foreldrar - Betri leikskóli

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra getur skipt sköpum í námi og skólagöngu.

Virkir foreldrar - Betri leikskóli

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra getur skipt sköpum í námi og skólagöngu.

Virkir foreldrar - Betri leikskóli
Leikskólar
Góð ráð

Áhugi, ábyrgð og áhrif foreldra getur skipt sköpum í námi og skólagöngu.

Leikskólar
Góð ráð
Samstarf heimila og skóla
Handbók foreldraráða í leikskólum

Handbókin er ætluð til að auðvelda stjórnarmönnum í foreldraráðum störf sín.

Handbók foreldraráða í leikskólum

Handbókin er ætluð til að auðvelda stjórnarmönnum í foreldraráðum störf sín.

Handbók foreldraráða í leikskólum

Handbókin er ætluð til að auðvelda stjórnarmönnum í foreldraráðum störf sín.

Handbók foreldraráða í leikskólum
Leikskólar
Foreldrafélög

Handbókin er ætluð til að auðvelda stjórnarmönnum í foreldraráðum störf sín.

Leikskólar
Foreldrafélög
Samstarf heimila og skóla

Gerast meðlimur í Heimili og skóla

Vertu virkur félagi í Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.

Með því að gerast félagi styður þú við bakið á foreldrum um allt land, útgáfu á fjölbreyttu efni og færð afslátt af námskeiðum og viðburðum samtakanna.