Bæklingar

Foreldraverðlaunin 2020

Bæklingur með upplýsingum um tilnefningar til Foreldraverðlauna 2020. Athöfnin fór fram í Safnahúsinu, fimmtudaginn 17. september kl 14:00

Foreldraverðlaunin 2019

Bæklingur með upplýsingum um tilnefningar til Foreldraverðlauna 2019, athöfnin fór fram í Safnahúsinu, föstudaginn 24.maí kl.14:30.

Skjáviðmið fyrir börn og ungmenni

Börn í dag alast upp í umhverfi sem er hlaðið tækjum og með stöðugum tækninýjungum. Með skynsamri umgengni við þessi tæki geta þau verið hluti af góðu uppeldi. Fyrstu kynni barna af snjalltækjum ættu alltaf að fara fram undir handleiðslu foreldra, forsjáraðila og/eða annarra fullorðinna.

Ung börn og snjalltæki: Grunnur að góðri byrjun

Snjalltæki á heimilum geta veitt fjölskyldum margar nýjar upplifanir og möguleika til náms og sköpunar. Bæklingurinn inniheldur nokkur ráð og gátlista til þess að hjálpa foreldrum að stuðla að því að barnið fari vel af stað með notkun tækjanna og hverju skal sérstaklega hugað að.

Foreldraverðlaunin 2018

Bæklingur með upplýsingum um tilnefningar til Foreldraverðlauna 2018 – athöfnin fór fram í Safnahúsinu, þriðjudaginn 15. maí kl. 14:00.

Handbók um einelti og vináttufærni – Forvarnir og viðbrögð

Árið 2009 gáfu Heimili og skóli út bækling um einelti. Ýmislegt hefur breyst síðan þá og erum við sem samfélag reynslunni ríkari þegar kemur að forvörnum og inngripum í eineltismál. Fyrrnefndur bæklingur fjallar aðallega um staðreyndir um einelti, ásamt því að gefa ýmis góð ráð. Þessari handbók er ætlað að verða viðbót við fyrri útgáfu en ekki endurtekning. Megináherslan er á forvarnir, fróðleik og hagnýt ráð. Handbókin hentar foreldrum, fagfólki sem vinnur með börnum sem og börnunum sjálfum.

Kynningarbæklingar fyrir öll skólastig

Kynningarbæklingar fyrir öll skólastig: leikskóla, grunn- og framhaldsskóla, hafa nú litið dagsins ljós og er hægt að nálgast þá hér á pdf formi:

Bæklingarnir eru nú einnig til á pólsku:

Börn og miðlanotkun

Börn og miðlanotkun  er handbók ætluð foreldrum barna á grunnskólaaldri. Börn eiga rétt á að njóta öryggis og verndar gegn skaðlegu efni í fjölmiðlum. Fullorðnir bera ábyrgð á að börn fái að kynnast ólíkum miðlum og þeim tækifærum sem í þeim felast. Um leið þarf að kenna börnum að verjast skuggahliðum miðlanna og tileinka sér gagnrýna hugsun gagnvart þeim skilaboðum sem þar er að finna. Eftir því sem börn eldast og þroskast breytist hlutverk foreldra úr stjórnendahlutverki í leiðsagnarhlutverk. Með því að kenna börnum að nýta sér nútímatækni og allar þær skemmtilegu nýjungar sem í boði eru má beina þeim í heilbrigða átt og styðja þau á margvíslegan hátt.

Fyrsti farsími barnanna okkar

Fyrsti farsími barnanna okkar er fræðslubæklingur sem Heimili og skóli gaf út í samstarfi við Símann. Í bæklingnum er að finna góð ráð um atriði sem hafa ber í huga þegar börn fá sinn fyrsta farsíma; s.s. hvort betra sé að vera í frelsi eða áskrift, hvort notast sé við þráðlaust net eða 3G/4G, ábyrga netnotkun á samfélagsmiðlum og margt fleira. Hægt er að nálgast bæklinginn á þjónustumiðstöð Heimilis og skóla að Suðurlandsbraut 24 eða árafrænu formi.

Fræðslupakki um nýja aðalnámskrá

Árið 2013 stóð Heimili og skóli – landssamtök foreldra fyrir kynningu á nýrri aðalnámskrá fyrir foreldra um allt land. Í kjölfarið gáfu samtökin út aðgengilegan og hnitmiðaðan fræðslupakka þar sem farið er yfir helstu nýjungar eins og 6 grunnþætti menntunar, hæfniviðmið og lykilhæfni, nýtt námsmat og tengsl við nám á framhaldsskólastigi.

Einelti – góð ráð til foreldra

Bæklingur þessi er skrifaður af Þorláki H. Helgasyni, framkvæmdastjóra Olweusaráætlunarinnar á Íslandi. Frjálst er að nota efni þessa bæklings, sé heimildar getið: Heimili og skóli og Þorlákur H. Helgason. Í bæklingnum er einelti skilgreint, ábyrgð ígrunduð, úrræði skoðuð og góð ráð gefin. Hægt er að nálgast bæklinginn hér á pdf formi.

10 netheilræði

SAFT -Samfélag, fjölskylda og tækni er vakningarátak um örugga tækninotkun barna og unglinga á Íslandi. Verkefnið er hluti af Safer Internet Action Plan, aðgerðaáætlun Evrópusambandsins um örugga netnotkun og er styrkt af ESB. Samningsaðili við ESB er Heimili og skóli – landssamtök foreldra, sem sér um að annast útfærslu og framkvæmd verkefnisins að öllu leyti fyrir Íslands hönd. Nýr bæklingur með 10 netheilræðum hefur litið dagsins ljós og hvetjum við foreldra og forráðamenn sem og starfsmenn skóla til að gefa sér góðan tíma í að ræða netheilræðin við barnið. Hægt er að nálgast bæklinginn á www.saft.is en líka hér á pdf formi.

Bæklingur frá Heimili og skóla: Leggjum börnum lið við læsi

Bæklingurinn er ætlaður til að aðstoða foreldra við undirbúa börn sín fyrir lestrarnám og eiga með þeim notalegar stundir með því að lesa fyrir þau. Í bæklingnum eru hagnýtar ráðleggingar og tillögur að bókavali. Leggjum börnum lið… við læsi er gefinn út í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands.