Lög Heimilis og skóla

Lög Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra

Nafn og aðsetur

 1. gr. Samtökin heita Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Aðsetur samtakanna er í Reykjavík.

Tilgangur, markmið og leiðir

2.gr. Hlutverk samtakanna er að efla foreldra í uppeldishlutverki sínu og veita þeim stuðning og hvatningu til virkrar þátttöku í skólasamfélaginu. Markmiðum sínum hyggjast samtökin ná með því meðal annars:

 • að beita sér fyrir því að sjónarmið foreldra og barna séu virt þegar reglur eru settar og ákvarðanir teknar sem varða
  • skóla-, uppeldis- og fjölskyldumál og að foreldrar sem slíkir eigi fulltrúa hvarvetna þar sem um þau mál er fjallað,
 • að stuðla að og sjá um ein og/eða í samvinnu við aðra fræðslu-, ráðgjafar-, útgáfu- og rannsóknarstarfsemi sem
  • stuðlar að auknum áhuga, ábyrgð og áhrifum foreldra á skóla-, uppeldis- og fjölskyldumálum,
 • að byggja upp og treysta samstarf og tengsl heimila og skóla svo og foreldra innbyrðis,
 • að stuðla að umbótum á sviði skóla-, uppeldis- og fjölskyldumála og vekja athygli á því sem vel er gert, m.a. með því
  • að veita viðurkenningar fyrir góð störf,
  • að hafa samstarf við önnur samtök og félög innanlands og utan sem starfa í sama eða sambærilegum tilgangi

Aðild

 1. gr. Fullgildir félagar að samtökunum eru þeir einstaklingar og aðal- og varafulltrúar hvers svæðaráðs í fulltrúaráðinu sem greiða félagsgjald. Foreldrafélög, foreldraráð, skólar og aðrir geta einnig óskað eftir aðild að samtökunum en hafa ekki atkvæðisrétt á aðalfundi.

Stjórnskipulag

4.gr. Samtökin eru óháð stjórnvöldum, trúfélögum og stjórnmálaflokkum. Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Hann skal halda árlega á tímabilinu 1. mars til 31. maí. Fundurinn skal auglýstur með 10 daga fyrirvara á heimasíðu samtakanna og samfélagsmiðlum þeirra. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.
Rétt til setu og atkvæðis á aðalfundi samtakanna eiga allir aðilar sem hafa staðið skil á félagsgjaldi yfirstandandi fjárhagsárs skv. 3. gr. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður úrslitum í atkvæðagreiðslu, nema um breytingar á lögum þessum, sbr. 9. gr.

Dagskrá aðalfundar skal vera:
a) Kosning fundarstjóra og fundarritara
b) Skýrsla stjórnar um störf og starfsemi samtakanna lögð fram til umræðu og samþykktar
c) Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram
d) Kosning í stjórn samtakanna
e) Kosning tveggja skoðunarmanna og tveggja til vara
f) Önnur mál

Heimilt er að breyta röð dagskrárliða á aðalfundi.

Stjórn

 1. gr. Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar þar með talinn formaður. Annað hvert ár eru á aðalfundi kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára í senn og tveir hitt árið. Það ár kýs fulltrúaráð samtakanna einn stjórnarmann til tveggja ára. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi.
  Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund og kýs varaformann og ritara.

Kjörgengir til stjórnarkjörs eru þeir sem eru félagar í samtökunum þegar kosning fer fram. Formaður skal ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn eða fjögur ár.Í umboði aðalfundar er hlutverk stjórnar að sjá til þess að samtökunum sé stýrt í samræmi við þessi lög, marka stefnu samtakanna, hafa eftirlit með rekstri þeirra og annast ráðningu framkvæmdastjóra. Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en sex sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Stjórn skal halda gerðabók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og afgreiðsla þeirra.

6.gr. Stjórn ræður framkvæmdastjóra samtakanna. Framkvæmdastjóri annast daglegan rekstur samtakanna, skrifstofu þeirra og önnur þau verkefni sem stjórn felur honum.

7.gr. Svæðasamtök foreldra tilnefna fulltrúa þeirra svæðasamtaka foreldra, foreldrafélaga og foreldraráða sem eru félagar að samtökunum, til setu í fulltrúaráði samtakanna. Samtökin halda fund með fulltrúaráði að lágmarki tvisvar á ári. Fulltrúaráð er vettvangur foreldra og Heimilis og skóla til samráðs og samvinnu. Fulltrúaráð fjallar um eflingu foreldrastarfs, skólastefnu yfirvalda og velferð skólabarna.  Þannig leitast landssamtökin við að efla tengsl við aðildarfélög víða um land og auka samskipti foreldra sín á milli og við stjórn samtakanna með það að markmiði að hvetja til virkari þátttöku foreldra í starfseminni.

Fjármál

8 gr. Tekjur samtakanna eru:
1. Félagsgjöld.
2. Styrkir.
3. Önnur fjáröflun.
Reikningstímabil og fjárhagsár samtakanna er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Stjórn samtakanna ákveður upphæð félagsgjalds. Samtökunum er heimilt að taka við styrkjum frá opinberum aðilum og öðrum sem vilja styðja þau.

Lagabreytingar

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi samtakanna enda fái breytingartillaga 2/3 hluta greiddra atkvæða. Tillögur að breytingum þurfa að berast stjórn samtakanna ekki síðar en 10 dögum fyrir auglýstan aðalfund. Tillögur til breytinga á lögum þessum, sem stjórn samtakanna hyggst leggja fram, skal kynna um leið og boðað er til aðalfundar.

Lög með breytingum frá aðalfundi haldin þann 17. maí 2019