Tilnefning til hvatningarverðlauna dags gegn einelti

Þann 9. nóvember næstkomandi verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í skólum landsins en hefð er fyrir því að veita hvatningarverðlaun í tilefni dagsins til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Að þessu sinni er óskað eftir tilnefningum til verðlaunanna en fagráð eineltismála hjá Menntamálastofnun mun fara yfir tilnefningarnar og ákveða hver hlýtur hvatningarverðlaunin að þessu sinni. Vinsamlega sendið inn tilnefningar hér í gegnum vefsíðuna fyrir 26.október næstkomandi og gætið þess vel að fylla út alla reiti. Athugið að góður rökstuðningur skiptir máli við valið.