Leikskólar

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrar bera frumábyrgð á uppeldi og velferð barna sinna en leikskólanum ber að veita foreldrum stuðning í uppeldi barna.

Foreldrar þurfa að fylgjast með því sem helst hefur drifið á daga barns í leikskóla og leikskólakennari þarf að vita um helstu atburði í lífi barnsins utan leikskólans, t.d. ferðalög, leikhúsferðir og afmæli, sem gaman er fyrir barnið að segja frá. Mikilvægt er að foreldrar láti leikskólakennara barns vita ef breytingar verða á högum þess og fjölskyldulífi. Börn eru næm á allar breytingar og geta þær haft áhrif á líðan þeirra og hegðun. Eins er mikilvægt að foreldrar séu meðvitaðir um innihald og markmið aðalnámskrár leikskóla svo þeir geti fylgst með námi barna sinna og stutt sem best við þau.

Gerast meðlimur í Heimili og skóla

Vertu virkur félagi í Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.

Með því að gerast félagi styður þú við bakið á foreldrum um allt land, útgáfu á fjölbreyttu efni og færð afslátt af námskeiðum og viðburðum samtakanna. Heimili og skóli nota upplýsingar um félaga eingöngu til að vera í samskiptum við félagsmenn, senda þeim upplýsingar og fleira.