Tillaga frá stjórn


1. grein

Samtökin heita Heimili og skóli, landssamtök foreldra. Aðsetur samtakanna er í Reykjavík. Félagið starfar samkvæmt lögum nr.110/2021 um félög til almannaheilla.
 
8.grein

Tekjur samtakanna eru:
1.       Félagsgjöld.
2.       Styrkir.
3.       Önnur fjáröflun.
Reikningstímabil og fjárhagsár samtakanna er frá 1. janúar til 31. desember ár hvert. Reikningar félagsins skulu fullgerðir svo fljótt sem unnt er og liggi frammi einni viku fyrir aðalfund til athugunar fyrir félagsmenn. Reikningar skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda samkvæmt ákvörðun stjórnar, ásamt því að verra kannaðir af kjörnum skoðunarmönnum.

Stjórn samtakanna ákveður upphæð félagsgjalds. Samtökunum er heimilt að taka við styrkjum frá opinberum aðilum og öðrum sem vilja styðja þau.

Lagabreytingar

9. grein
(grein óbreytt en fær númer).

10. grein

Þar sem ákvæði þessara samþykkta segja ekki til um hvernig með skuli farið skal hlíta ákvæðum laga nr. 110/2021 umfélög til almannaheilla, svo og öðrum lagaákvæðum er við geta átt.

‍Slit félagsins

11. grein

Verði samtökunum slitið skal fara með tillögur um það eins og fer um lagabreytingar. Til fundarins skal boða eftir sömu reglum og eiga við um aðalfund. Fundur sem samþykkir að slíta samtökunum ákveður einnig hvernig ráðstafa skuli eignum þeirra og hvernig haga skuli greiðslu skulda. Eignum samtakanna má þó aðeins ráðstafa í samræmi viðmarkmið þeirra.

Gerast meðlimur í Heimili og skóla

Vertu virkur félagi í Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.

Með því að gerast félagi styður þú við bakið á foreldrum um allt land, útgáfu á fjölbreyttu efni og færð afslátt af námskeiðum og viðburðum samtakanna. Heimili og skóli nota upplýsingar um félaga eingöngu til að vera í samskiptum við félagsmenn, senda þeim upplýsingar og fleira.