Í Læsissáttmála Heimilis og skóla og öllu efni honum tengdu notum við nýju leturgerðina Dyslexie.
Grafíski hönnuðurinn Christian Boer frá Hollandi hannaði hana með lesblinda í huga og er ætlað að auðvelda þeim lesturinn.

 

Síðan Reading Rockets er sannkölluð gullkista fyrir lestrarnámið en þar er að finna aragrúa upplýsinga og  frá læsisfræðingum, áhugaverð viðtöl, hagnýtar ábendingar til foreldra og kennara, lista yfir bækur og höfunda og margt fleira. Síðan er á ensku en á henni margt að finna sem má staðfæra og nota.

reading-rockets

 

Lesvefurinn – vefur um læsi og lestrarörðugleika – er upplýsingasíða á íslensku um ýmislegt sem við kemur lestrarnámi eins og málþroskaraskanir, tvítyngi og lestrarnám, barnabókmenntir og margt fleira. Vefurinn er unninn á vegum Menntavísindasviðs Háskóla Íslands í samstarfi við Menntamálaráðuneytið.

lesvefurinn

Fjárhundurinn Lubbi er mörgum börnum vel kunnugur en í ævintýrinu Lubbi finnur málbein býður hann öllum börnum í ævintýraferð um Ísland þvert og endilangt í leit að 35 málbeinum sem hjálpa honum að læra íslensku málhljóðin, fljótt og vel. Aðstandendur Lubba hafa útbúið veglegan vef honum til heiðurs sem kennarar og foreldrar ungra barna ættu svo sannarlega ekki að láta fram hjá sér fara.

lubbi