Framhalds
skólar

Samkvæmt lögum um framhaldsskóla skal starfa foreldraráð við hvern framhaldsskóla. Reynslan hefur sýnt ótvíræða þörf fyrir aukið samstarf skólanna og forráðamanna ólögráða nemenda.

Gott að vita

Að mörgu er að huga þegar byrjað er í framhaldsskóla og segja má að nemendur séu að taka stórt skref inn í ókunnugan heim.
  • Þegar nemendur byrja í framhaldsskóla standa þeir frammi fyrir mun meiri námslegum kröfum en þeir hafa vanist.
  • Námið byggir meira á sjálfsnámi nemenda þar sem þeir bera meiri ábyrgð á náminu.
  • Heimalærdómur er mun meiri en í grunnskóla.
  • Mikilvægt er að foreldrar sýni áhuga á því sem er að gerast í lífi unglingsins bæði innan og utan veggja skólans.

Foreldraráð

Foreldraráð eru talin mikilvægur tengill milli skólans og forráðamanna ólögráða nemenda.

Markmið foreldraráða eru:
  • Að vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna.
  • Að stuðla að aukinni vitund foreldra og forráðamanna um forsjárskyldur sínar og þekkingu þeirra á réttindum og skyldum sínum og barna þeirra.
  • Að hvetja til aukins stuðnings, aðhalds og hvatningar foreldra og forráðamanna við börn sín og nám þeirra.
  • Að koma á og tryggja öflugt og gott samstarf foreldra og forráðamanna, nemenda og starfsfólks skólans.

Fræðsluefni fyrir framhaldsskóla:

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Að fræða eða hræða?

Atriði til að hafa í huga þegar börn eru frædd um hættur í umhverfinu.

Gerast meðlimur í Heimili og skóla

Vertu virkur félagi í Heimili og skóla – landssamtökum foreldra.

Með því að gerast félagi styður þú við bakið á foreldrum um allt land, útgáfu á fjölbreyttu efni og færð afslátt af námskeiðum og viðburðum samtakanna. Heimili og skóli nota upplýsingar um félaga eingöngu til að vera í samskiptum við félagsmenn, senda þeim upplýsingar og fleira.