Krakkar hvattir til að skrifa smásögur

Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara er hafin þriðja árið í röð. Tilefni samkeppninnar er Alþjóðadagur kennara sem haldinn er hátíðlegur 5. október ár hvert. Þátttaka hefur verið góð í keppninni frá upphafi og ljóst að áhugi barna og ungmenna á skáldskap er til staðar. Sem fyrr er keppt í fimm aldursflokkum; [...]

Útivistarreglur

Minnum á að frá og með 1. september mega börn yngri en 12 ára ekki vera úti eftir kl. 20 og 13-16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22

Samræmd könnunarpróf í grunnskólum

Nú styttist í árleg samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk. grunnskólanna. Þau verða lögð fyrir dagana 21.-22. og 28.-29. september. Í bréfi til skólastjóra má sjá mikilvægar og nytsamlegar upplýsingar. Einnig má finna á heimasíðu Menntamálastofnunar nemenda- og foreldrabréf þar sem pófin og framkvæmd þeirra eru kynnt.

Fréttatilkynning Velferðarvaktarinnar

Velferðarvaktin hefur gert könnun á því hvaða sveitarfélög útvega grunnskólabörnum skólagögn s.s. ritföng og pappír án endurgjalds. 41 sveitarfélag útvegar öll gögn og 17 til viðbótar draga úr kostnaðarþátttöku nemenda vegna skólagagna. Fréttatilkynning Velferðarvaktarinnar � tilefni af könnun hennar um kostnaðarþátttöku vegna skólagagna

Sumarlokun skrifstofu

Skrifstofa Heimilis og skóla er lokuð til og með 31. júlí vegna sumarleyfa starfsmanna.

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Hvað ber að hafa í huga og hvað ber að varast þegar fjallað er um börn og málefni barna í fjölmiðlum? Hvernig má tryggja að gætt sé að öryggi barna og velferð þegar um þau er fjallað eða þegar börn taka sjálf þátt í almennri umfjöllun? Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili [...]

Ný handbók um skólaráð

Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út handbók um skólaráð. Handbókin var unnin í samstarfi við Heimili og skóla, Samfok, Umboðsmann barna og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í handbókinni má finna upplýsingar um starfsemi skólaráða, helstu verkefni, hverjir sitja í skólaráði, hvernig kraftar fulltrúa í skólaráði nýtast og fleiri góð ráð. Handbókina má finna á [...]

Foreldraverðlaunin 2017 afhent

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra voru afhent í 22. sinn 2. maí 2017 við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu. Mennta- og menningarmálaráðherra, Kristján Þór Júlíusson, ætlaði að afhenda verðlaunin en var því miður veðurtepptur á Akureyri. Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri, kom í hans stað. Skíðaskóli Þelamerkurskóla hlýtur Foreldraverðlaun Heimilis og skóla 2017 Skíðaskóli Þelamerkurskóla býður [...]

Móðurmál – samtök um tvítyngi heimsótt með ráðherra

Þann 26. apríl sl. heimsóttu formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, og sérfræðingum ráðuneytisins Móðurmál - samtök um tvítyngi en þau eru handhafi Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2016. Við fengum kynningu á starfsemi samtakanna og áttum gott spjall um menntun og tungumál. Sú hefð hefur skapast að [...]

Aðalfundur Heimilis og skóla 3. maí 2017

Aðalfundur Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verður haldinn miðvikudaginn 3. maí nk., kl.16. Fundurinn verður haldinn hjá SAMFOK í fundarsal á 4. hæð Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. Á dagskrá verða  hefðbundin aðalfundarstörf og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Lagabreytingar eru auglýstar hér á heimasíðunni í fréttum.