Handbók um einelti og vináttufærni

Heimili og skóli hafa gefið út Handbók um einelti og vináttufærni - forvarnir og viðbrögð. Árið 2009 gáfu Heimili og skóli út bækling um einelti. Ýmislegt hefur breyst síðan þá og erum við sem samfélag reynslunni ríkari þegar kemur að forvörnum og inngripum í eineltismál. Fyrrnefndur bæklingur fjallar aðallega um staðreyndir um einelti, ásamt því [...]

Sáttmáli um samstarf

Ráðstefna Heimilis og skóla og Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Hlégarði í Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember, kl. 14-18. Ráðstefnan verður með þjóðfundarsniði og byggist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast verður við að svara spurningum um æskilega þróun samstarfs heimila og skóla. Hugmyndin er að nýta niðurstöður til að búa til sáttmála um samstarf heimila og skóla. Umræðustjóri: Sigurborg [...]

Tímarit Heimilis og skóla 2017 komið á heimasíðuna

  Tímarit Heimilis og skóla 2017, þar sem áhersla er á foreldrasamstarf, hefur verið sett á heimasíðu Heimilis og skóla. Þar má finna fjölmargar greinar um afar fjölbreytt efni. Við þökkum öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við greinaskrif í blaðið. Einnig þökkum við þeim sem styrktu okkur með auglýsingum.

Sáttmáli um samstarf

Ráðstefna Heimilis og skóla og Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Hlégarði í Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember, kl. 14-18. Ráðstefnan verður með þjóðfundarsniði og byggist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast verður við að svara spurningum um æskilega þróun samstarfs heimila og skóla. Hugmyndin er að nýta niðurstöður til að búa til sáttmála um samstarf [...]

Úrslit í smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara

Úrslit í Smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara voru kynnt við hátíðlega athöfn í Silfurbergi í Hörpu 5. október á alþjóðadegi kennara. Úrslit í öllum flokkum má sjá hér.  

Smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara

Vel á annað hundrað smásögur voru sendar inn í smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara, en frestur til að skila inn sögum rann út á miðnætti 17. september. Verðlaun í keppninni verða veitt við hátíðlega athöfn á Skólamálaþingi KÍ sem fram fer í Hörpu á kennaradaginn 5. október næstkomandi.

Samræmd könnunarpróf

Í næstu viku eru samræmd könnunarpróf fyrir 4. og 7. bekk. Hér má finna foreldrabréf á íslensku, ensku og pólsku með upplýsingum um samræmd könnunarpróf.

Læsi er lykill – Eyjafjörður

Skólar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar HA og fræðslusvið Akureyrarbæjar unnið að því frá árinu 2014 að móta og þróa læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla á svæðinu. Afrakstur þeirrar vinnu, svo sem þrep um þróun læsis, sem kennarar geta nýtt til að meta stöðu nemenda og skipuleggja kennslu má finna á heimasíðu verkefnisins.

Göngum í skólann – setningarhátíð í Víðistaðaskóla

Göngum í skólann var sett í 11. sinn í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Því næst ávörpuðu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs nemendur og gesti stuttlega. Í ávarpi [...]

Göngum í skólann

  Göngum í skólann (www.iwalktoschool.org). Verkefnið verður sett miðvikudaginn 6. september og lýkur því formlega með alþjóðlega Göngum í skólann deginum miðvikudaginn 4. október. Markmið verkefnisins er að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Ein einfaldasta leiðin [...]