Tilnefningar til hvatningarverðlauna dags gegn eineltis

Þann 8. nóvember næstkomandi verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í skólum landsins en hefð er fyrir því að veita hvatningarverðlaun í tilefni dagsins til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en fagráð eineltismála hjá Menntamálastofnun mun fara yfir þær og taka ákvörðun um hver hlýtur [...]

Yfirlýsing frá Heimili og skóla og SAMFOK: Reykjavíkurborg brýtur á réttindum barna!

Málefni Fossvogsskóla hafa farið hátt í fjölmiðlum undanfarna daga en í um þrjú ár hafa foreldrar barna í skólanum þurft að berjast fyrir réttindum barna sinna. Eftir áralanga sögu um mygluvanda innan skólans var loksins framkvæmd rannsókn að kröfu foreldra sem renndi stoðum undir það sem foreldrar, nemendur og starfsfólk vissi: að húsnæðið var heilsuspillandi [...]

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla lokuð til 3. ágúst.

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla verður lokuð í júlímánuði vegna sumarleyfa starfsfólks. Við opnum á ný þriðjudaginn 3. ágúst endurnærð í næsta skólaár.

Bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins um meðferð eineltismála

Nú á dögunum sendi Umboðsmaður barna í samstarfi við Heimili og skóla og aðra hagaðila bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem bent var á að brýn þörf væri á frekari úrræðum til þess að aðstoða sveitarfélög, skóla, foreldra og nemendur í eineltismálum og þegar um erfið samskipti væri að ræða. Í bréfinu kemur meðal [...]

Tilkynning frá stjórn

Stjórn Heimilis og skóla tilkynnir hér með að nýafstaðinn aðalfundur samtakanna sem fram fór fimmtudaginn 27. maí 2021 hefur verið úrskurðaður ógildur. Vill stjórn samtakanna biðja félagsmenn sína afsökunar á þeim leiðu mistökum sem urðu við framkvæmd fundarins. Samþykktir og kjör á fundinum eru því ógild. Boðað verður til nýs aðalfundar á næstu dögum.

Stóra upplestrarkeppnin fær Foreldraverðlaunin 2021

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 21. maí 2021. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin. Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. [...]

Lokanir á skólum

Heimili og skóli, landssamtök foreldra fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að grípa inn í samfélagið með afgerandi hætti svo stöðva megi vágestinn sem við þekkjum nú orðið allt of vel. Því fylgir stöðvun á skólahaldi flestra skólastiga sem  ljóst er að hefur verulegt álag í för með sér á börn og foreldra, heimilin í landinu. [...]

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

Stjórn Heimilis og skóla, lands­sam­taka for­eldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. Arnar Ævarsson Arnar Ævarsson hefur víðtæka reynslu á vettvangi skóla-, frístunda- og forvarnarmála og hefur unnið á þeim vettvangi meira og minna frá árinu 1991. Síðastliðin [...]

Þjónustumiðstöð Heimils og skóla lokuð til 4. janúar

Heimili og skóli leitar að næsta framkvæmdastjóra samtakanna

Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttu stjórnunar- og leiðtogastarfi í samstarfi við hagsmunaaðila. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar en í starfinu reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, sveigjanleika og fagmennsku. Helstu verkefni og ábyrgð: Daglegur rekstur samtakanna og starfsmannamál Stuðlar að góðum tengslum við skólasamfélagið Hagsmunagæsla og þátttaka í nefndum og samstarfshópum innanlands sem [...]