Tilkynning frá stjórn

Stjórn Heimilis og skóla tilkynnir hér með að nýafstaðinn aðalfundur samtakanna sem fram fór fimmtudaginn 27. maí 2021 hefur verið úrskurðaður ógildur. Vill stjórn samtakanna biðja félagsmenn sína afsökunar á þeim leiðu mistökum sem urðu við framkvæmd fundarins. Samþykktir og kjör á fundinum eru því ógild. Boðað verður til nýs aðalfundar á næstu dögum.

Stóra upplestrarkeppnin fær Foreldraverðlaunin 2021

Foreldraverðlaun Heimilis og skóla voru afhent í 26. sinn við hátíðlega athöfn í Safnahúsinu við Hverfisgötu 21. maí 2021. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, ávarpaði samkomuna og afhenti verðlaunin. Í ár hlaut Stóra upplestrarkeppnin Foreldraverðlaun Heimilis og skóla. Einnig var Ingibjörg Einarsdóttir útnefnd Dugnaðarforkur Heimilis og skóla og veitt voru tvenn Hvatningarverðlaun að þessu sinni. [...]

Lokanir á skólum

Heimili og skóli, landssamtök foreldra fagna þeirri ákvörðun stjórnvalda um að grípa inn í samfélagið með afgerandi hætti svo stöðva megi vágestinn sem við þekkjum nú orðið allt of vel. Því fylgir stöðvun á skólahaldi flestra skólastiga sem  ljóst er að hefur verulegt álag í för með sér á börn og foreldra, heimilin í landinu. [...]

Nýr framkvæmdastjóri tekinn til starfa

Stjórn Heimilis og skóla, lands­sam­taka for­eldra hefur ráðið Arnar Ævarsson í starf framkvæmdastjóra samtakanna. Hann tekur við starfinu af Hrefnu Sigurjónsdóttur sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra síðastliðin tíu ár. Arnar Ævarsson Arnar Ævarsson hefur víðtæka reynslu á vettvangi skóla-, frístunda- og forvarnarmála og hefur unnið á þeim vettvangi meira og minna frá árinu 1991. Síðastliðin [...]

Þjónustumiðstöð Heimils og skóla lokuð til 4. janúar

Heimili og skóli leitar að næsta framkvæmdastjóra samtakanna

Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttu stjórnunar- og leiðtogastarfi í samstarfi við hagsmunaaðila. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar en í starfinu reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, sveigjanleika og fagmennsku. Helstu verkefni og ábyrgð: Daglegur rekstur samtakanna og starfsmannamál Stuðlar að góðum tengslum við skólasamfélagið Hagsmunagæsla og þátttaka í nefndum og samstarfshópum innanlands sem [...]

Breytingar hjá Heimili og skóla

Heimili og skóli – landssamtök foreldra munu á næstu dögum auglýsa eftir nýjum framkvæmdastjóra þar sem núverandi framkvæmdastjóri, Hrefna Sigurjónsdóttir, hefur ákveðið að láta af störfum eftir 12 ára starf og snúa sér að öðrum verkefnum.   Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja skrifstofu og þjónustumiðstöð landssamtakanna af Suðurlandsbraut 24 í Reykjavík yfir [...]

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla er lokuð til og með 11.desember

Þjónustumiðstöð Heimilis og skóla er lokuð þessa viku vegna flutninga. Hægt er að senda erindi með tölvupósti á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is og við svörum þegar færi gefst. Góðar stundir

Dagur gegn einelti – skilaboð til þín

Dagur gegn einelti er nú haldinn í tíunda sinn en hann var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti hér á landi 8. nóvember árið 2011 og hefur síðan verið haldinn fyrsta virka dag kringum þá dagsetningu, sem er 9. nóvember þetta árið. Markmiðið er m.a. að efna til umræðu, fræðslu og viðburða til að vinna gegn [...]

Ný reglugerð um skólastarf tekur gildi 3. nóvember

Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmarkanir á skólastarfi hefur verið gefin út og tekur gildi þriðjudaginn 3. nóvember nk. Reglugerðina má sjá hér. Einnig hafa verið gefnar út töflur til að útskýra nýjar reglur. Þær má sjá hér fyrir neðan: Hér má sjá helstu reglur fyrir leikskóla: Hér má sjá helstu reglur fyrir grunnskóla: Hér má [...]