Málþing Persónuverndar og Háskóla Íslands

Persónuvernd, í samstarfi við Háskóla Íslands, boðar til málþings fyrir íslenskt skólasamfélag um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi árið 2018. Málþingið fer fram fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 15:00-17:00 í Háskólabíói. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður rætt: • Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um [...]

Tölvuleikir sem skapandi afl

Málþing Borgarbókasafns Reykjavíkur þann 3. okt. kl. 14:00 - 16:00 – Tölvuleikir sem skapandi afl – Á málþinginu verður farið í hvernig hægt er nýta tölvuleiki í kennslu, námi og sem félagslegt verkfæri.  Tekin verður umræða um tölvuleiki án umræðu um netfíkn og einblínt á hvernig er hægt að nýta þá sem skapandi afl í lífi [...]

Náum áttum – morgunverðarfundur 18. október

Morgunverðarfundur - miðvikudaginn 18. október - Grand hótel - kl. 08:15-10:00. Viðkvæmir hópar - líðan og neysla Fundarstjóri: Rafn M Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Framsöguerindi: Sálfræðiþjónusta í heilsugæslu - Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsugæslunni Hvammi. Hópurinn okkar - Funi Sigurðsson, Sálfræðingur hjá Stuðlum. Ungt fólk í starfsendurhæfingu - Hrefna Þórðardóttir, Sviðsstjóri endurhæfingabrauta og [...]

Sáttmáli um samstarf

Ráðstefna Heimilis og skóla og Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Hlégarði í Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember, kl. 14-18. Ráðstefnan verður með þjóðfundarsniði og byggist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast verður við að svara spurningum um æskilega þróun samstarfs heimila og skóla. Hugmyndin er að nýta niðurstöður til að búa til sáttmála um samstarf [...]

Menntakvika

Nú styttist í árlega ráðstefnu Menntavísindasviðs Menntakviku: Rannsóknir, nýbreytni og þróun sem haldin verður við Háskóla Íslands þann 6. október 2017. Ráðstefnunni er ætlað að kynna og miðla því sem efst er á baugi í menntavísindum og tengdum sviðum. Hátt í 220 erindi í 58 málstofum, sem snerta öll fræðasvið menntavísinda, verða flutt á ráðstefnunni. Viðfangsefnin eru [...]

Innfædd á internetinu: breyttur heimur, snjallari nemendur

Kennarasamband Íslands og Skólameistarafélag Íslands efna til Skólamálaþings á Alþjóðadegi kennara 5. október næstkomandi. Yfirskrift Skólamálaþings er Innfædd á internetinu: breyttur heimur, snjallari nemendur. Þingið verður haldið í Silfurbergi í Hörpu og stendur frá klukkan 9.30 til 15. Aðalfyrirlesari Skólamálaþings er hinn virti skóla- og fræðimaður dr. Zachary Walker og heldur hann tvo fyrirlestra en auk þess verða pallborðsumræður. Skólamálaþingið [...]

Alþjóðadagur læsis – 8. september 2017

Miðstöð skólaþróunar við HA, bókasafn HA, Amtsbókasafnið, Barnabókasetur og færðslusvið Akureyrar hafa starfað saman að undirbúningi ýmissa læsisviðburða í tilefni alþjóðadags læsis. Hér má sjá dagskránna sem boðið verður uppá á Akureyri.

Skóli framtíðar – námsgögn fortíðar, þriðjudaginn 5. september

Eru náms- og kennslugögn í takt við þarfir nemenda og kennara? Skólamálaráð Kennarasambands Íslands efnir til málþings um náms- og kennslugögn þriðjudaginn 5. september 2017. Málþingið verður haldið í sal Endurmenntunar HÍ við Dunhaga og stendur frá klukkan 15 til 17.30. Nánari upplýsingar má sjá hér. Skráning fer fram hér.

Málþing um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi 24. ágúst 2017

Árið 2015-2016 var gerð úttekt á framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi af hálfu Evrópumiðstöðvar um nám án aðgreiningar og sérþarfir. Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Evrópumiðstöðin og stýrihópur um eftirfylgni með úttektinni, standa fyrir málþingi um framkvæmd stefnu um menntun án aðgreiningar á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar verða teknar til umfjöllunar [...]

Aðalfundur Heimilis og skóla 3. maí 2017

Aðalfundur Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra verður haldinn miðvikudaginn 3. maí nk., kl.16. Fundurinn verður haldinn hjá SAMFOK í fundarsal á 4. hæð Háaleitisbraut 11-13, 108 Reykjavík. Á dagskrá verða  hefðbundin aðalfundarstörf og eru félagsmenn hvattir til að mæta. Lagabreytingar eru auglýstar hér á heimasíðunni í fréttum.