Leikskólaráð hlutverk þess og skyldur

Leikskólaráð hlutverk þess og skyldur er fundur ætlaður fulltrúum foreldra í leiskólaráðum við leikskóla í Reykjavík. Hann verður mánudaginn 4. desember klukkan 17:30-19:00 í Vogaskóla, Skeiðarvogi.  

Opinn fundur um stöðu mannréttinda á Íslandi 30. nóvember

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur, fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref. Dagskrá: 14:00  Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins opnar fundinn. 14:10  Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, kynnir [...]

Málþing um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema

Embætti landlæknis stendur að málþingi um geðheilbrigði og vellíðan framhaldsskólanema undir formerkjum Heilsueflandi framhaldsskóla, Málþingið er haldið í Borgum, sal safnaðarheimilis Kópavogskirkju, mánudaginn 27. nóvember kl.12.30-17.00. Málþingið er þátttakendum að kostnaðarlausu, en mikilvægt er að skrá sig til að tryggja þátttöku. Dagskrá Skráning

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna er mánudaginn 20. nóvember. Þann dag var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur árið 1989. Um leið og við hvetjum skóla til að halda upp á daginn minnum við á að hjá Menntamálastofnun má panta bækling og veggspjöld um Barnasáttmálann. Einnig má nálgast bæklinga á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík.

Menntamálastofnun – opið hús

Menntamálastofnun verður með opið hús fimmtudaginn 16. nóvember kl. 14:30-16:30. Námsefni verður til sýnis og munu ritstjórar og læsisráðgjafar verða á staðnum til skrafs og ráðagerða. Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur verður með kynningu á starfsemi og lestrarhvetjandi verkefnum skólasafns Seljaskóla um kl. 15:00 og Bryndís Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla, mun kynna Læsissáttmálann um kl. 15:30. Allir [...]

Ungmenni utan skóla – Náum áttum

Ungmenni utan skóla - 15. nóvember kl. 08:15-10:00 Næsti morgunverðarfundur N8 verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember nk. á Grand hótel kl. 08.15 - 10.00.  Að þessu sinni verður haldið áfram þar sem frá var horfið í síðasta mánuði og fjallað um viðkvæma hópa í samfélaginu.  Erindin koma frá þeim Margréti Lilju Guðmundsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík [...]

Saman í liði – Ráðstefna Erindis, Félags grunnskólakennara og Heimilis og skóla.

Saman í liði Samvinna foreldra og fagfólks Ráðstefna Erindis, Félags grunnskólakennara og Heimilis og skóla í sal Íslenskrar Erfðagreiningar 10. nóvember 2017 kl. 14-17, í tilefni af Degi gegn einelti og Foreldradegi Heimilis og skóla. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir. Dagskrá Húsið opnar - léttar veitingar Ragna Gunnarsdóttir: Reynsla kennara af samskiptum milli heimila og [...]

Málþing Persónuverndar og Háskóla Íslands

Persónuvernd, í samstarfi við Háskóla Íslands, boðar til málþings fyrir íslenskt skólasamfélag um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi árið 2018. Málþingið fer fram fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 15:00-17:00 í Háskólabíói. Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður rætt: • Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um [...]

Tölvuleikir sem skapandi afl

Málþing Borgarbókasafns Reykjavíkur þann 3. okt. kl. 14:00 - 16:00 – Tölvuleikir sem skapandi afl – Á málþinginu verður farið í hvernig hægt er nýta tölvuleiki í kennslu, námi og sem félagslegt verkfæri.  Tekin verður umræða um tölvuleiki án umræðu um netfíkn og einblínt á hvernig er hægt að nýta þá sem skapandi afl í lífi [...]

Náum áttum – morgunverðarfundur 18. október

Morgunverðarfundur - miðvikudaginn 18. október - Grand hótel - kl. 08:15-10:00. Viðkvæmir hópar - líðan og neysla Fundarstjóri: Rafn M Jónsson, verkefnastjóri hjá Embætti landlæknis. Framsöguerindi: Sálfræðiþjónusta í heilsugæslu - Auður Erla Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Heilsugæslunni Hvammi. Hópurinn okkar - Funi Sigurðsson, Sálfræðingur hjá Stuðlum. Ungt fólk í starfsendurhæfingu - Hrefna Þórðardóttir, Sviðsstjóri endurhæfingabrauta og [...]