Þann 8. nóvember næstkomandi verður dagur gegn einelti haldinn hátíðlegur í skólum landsins en hefð er fyrir því að veita hvatningarverðlaun í tilefni dagsins til einstaklings eða verkefnis sem unnið hefur ötullega gegn einelti. Óskað er eftir tilnefningum til verðlaunanna en fagráð eineltismála hjá Menntamálastofnun mun fara yfir þær og taka ákvörðun um hver hlýtur hvatningarverðlaunin að þessu sinni.  Athugið að rökstuðningur fyrir tilnefningunni er mjög mikilvægur.

Í fyrra hlaut Laufey Eyjólfsdóttir, kennari og umsjónarmaður með Olweusarverkefninu í Melaskóla, verðlaunin við hátíðlega athöfn í Þjóðleikhúsinu.

Tilnefningarfrestur er til og með 20.október næstkomandi og hægt er að senda inn tilnefningar HÉR