Nú á dögunum sendi Umboðsmaður barna í samstarfi við Heimili og skóla og aðra hagaðila bréf til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem bent var á að brýn þörf væri á frekari úrræðum til þess að aðstoða sveitarfélög, skóla, foreldra og nemendur í eineltismálum og þegar um erfið samskipti væri að ræða.

Í bréfinu kemur meðal annars fram að lagt sé til að ,,mennta og menningarmálaráðherra taki verklag við úrlausn eineltismála til gagngerrar endurskoðunar í samstarfi við undirritaða hagsmunaaðila. Áhersla verði lögð á að flýta og bæta meðferð við úrlausn eineltismála og gæta hagsmuna þeirra barna sem í hlut eiga, með því að tryggja aðgengi að hlutlausum aðila sem komi að meðferðmála á fyrstu stigum.“

Bréfið má nálgast í heild sinni hér