Aðalfundur Heimilis og skóla – landssamtaka foreldra verður haldinn fimmtudaginn 10. júní 2021 kl.16. Fundurinn fer fram í þjónustumiðstöð Heimilis og skóla á Laugavegi 176, fjórðu hæð. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf. Tilkynningar um framboð til stjórnar skal senda á heimiliogskoli@heimiliogskoli.is

Fyrir aðalfundinn liggur ein lagabreytingartillaga sem lögð er fram af stjórn:

Lögð er til breyting á 5.gr.

5. gr. Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar þar með talinn formaður. Annað hvert ár eru á aðalfundi kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára í senn og tveir hitt árið. Það ár kýs fulltrúaráð samtakanna einn stjórnarmann til tveggja ára. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund og kýs varaformann og ritara.

Verði breytt og verði:

5. gr. Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar þar með talinn formaður. Annað hvert ár eru á aðalfundi kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára í senn og tveir hitt árið. Það ár kýs fulltrúaráð samtakanna einn stjórnarmann til tveggja ára. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Ár hvert skal einnig kjósa einn varamann í stjórn til eins árs. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund og kýs varaformann og ritara.