Stjórn Heimilis og skóla tilkynnir hér með að nýafstaðinn aðalfundur samtakanna sem fram fór fimmtudaginn 27. maí 2021 hefur verið úrskurðaður ógildur. Vill stjórn samtakanna biðja félagsmenn sína afsökunar á þeim leiðu mistökum sem urðu við framkvæmd fundarins. Samþykktir og kjör á fundinum eru því ógild. Boðað verður til nýs aðalfundar á næstu dögum.