Við leitum að öflugum einstaklingi til að sinna fjölbreyttu stjórnunar- og leiðtogastarfi í samstarfi við hagsmunaaðila. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar en í starfinu reynir á frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð, samskiptahæfni, sveigjanleika og fagmennsku.

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Daglegur rekstur samtakanna og starfsmannamál 
 • Stuðlar að góðum tengslum við skólasamfélagið 
 • Hagsmunagæsla og þátttaka í nefndum og samstarfshópum innanlands sem utan 
 • Samskipti við stjórnvöld og fjölmiðla 
 • Viðburðastjórnun, forvarnir og fræðsla 
 • Ritstjórn og útgáfa fræðsluefnis

Menntunar- og hæfniskröfur

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi 
 • Reynsla af stjórnunarstörfum 
 • Þekking á íslensku skólakerfi 
 • Góð færni í að tjá sig í ræðu og riti 
 • Reynsla af útgáfu og/eða prófarkalestri 
 • Leiðtogahæfileikar og samskiptahæfni 
 • Góð enskukunnátta og kostur að geta bjargað sér á Norðurlandamáli

Umsóknir skal senda í gegn um vefinn alfred.is. Umsóknarformið má nálgast hér : https://alfred.is/starf/framkvaemdastjori-19

Nánari upplýsingar veitir formaður Heimilis og skóla, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir á tölvupóstfanginu sigrunedda@heimiliogskoli.is