Í ljósi aðstæðna verður Foreldradagur Heimilis og skóla með öðru sniði þetta árið og munum við bjóða upp á glæný og spennandi erindi fyrir foreldra og aðra áhugasama á netinu. Þau verða í boði frá og með 27. nóvember nk. fyrir ykkur til að horfa þegar hentar. Við fengum til liðs við okkur frábæra fyrirlesara sem hafa sett saman fyrir okkur stutt erindi um áhugaverð og aðkallandi málefni sem nýtast ekki hvað síst nú á krefjandi tímum.  Á föstudaginn verða erindin aðgengileg.