Aðalfundur Heimilis og skóla fór fram í gær, 28.maí 2020 og fóru þar fram hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður Heimilis og skóla, Sigrún Edda Eðvarðsdóttir var endurkjörin til næstu tveggja ára. Eydís Heiða Njarðardóttir og Sigríður Arndís Jóhannsdóttir voru einnig endurkjörnar til stjórnarsetu næstu tvö ár en auk þeirra var í framboði Funi Sigurðsson sem hlaut kosningu til næstu tveggja ára og kemur nýr inn í stjórn. Bjóðum við hann sérstaklega velkominn til starfa. Þröstur Jónasson gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu eftir 6 ára öflugt starf í þágu samtakanna og var honum þakkað fyrir vel unnin störf.