Íslensku menntaverðlaunin verða veitt við hátíðlega athöfn í nóvember nk., af forseta Íslands. Auk forsetans standa að verðlaununum fjöldi ráðherra og stofnana sem láta sig menntun og framúrskarandi skóla- og frístundastarf varða. Við viljum hvetja foreldra og fjölskyldur til að senda inn tilnefningu. Til greina koma framúrskarandi kennarar, skólar eða æskulýðsstarf og leiðtogar af öllum stærðum og gerðum sem leiða menntun og frístundastarf. Allir geta tilnefnt, foreldrar, börn, unglingar, afar og langömmur!

Tilnefningarnar verða að berast fyrir 1. júní nk. og eru verðlauna – og tilnefningaflokkarnir þrír:

  • Framúrskarandi skólastarf eða menntaumbætur
  • Framúrskarandi kennari
  • Framúrskarandi þróunarverkefni

Einnig verða veitt hvatningarverðlaun til einstaklings, hóps eða samtaka.

Allar nánari upplýsingar um verðlaunin og sérstök eyðublöð til að tilnefna er að finna hér á þessari síðu.

Hrósum fyrir vel unnið skóla- og frístundastarf!