Allt skólahald hefur verið með verulega skertum hætti og jafnvel legið niðri í margar vikur í mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum vegna Covid 19. Því til viðbótar hafa nemendur í einstökum leik- og grunnskólum í Kópavogi og  á Seltjarnarnesi ekki getað sótt skóla í lengri  eð skemmri tíma vegna verkfalls Eflingar og í Mosfellsbæ og Ölfusi er fyrirséð að einhverjir leikskólar muni lenda í vandræðum með að halda úti starfsemi ef verkfallið dregst á langinn.

Stjórn Heimilis og skóla hefur þungar áhyggjur af skólagöngu og velferð þessara nemenda og skorar á forsvarsmenn viðkomandi sveitarfélaga og Eflingar að ganga til samninga eins fljótt og auðið er með hagsmuni barna að leiðarljósi.