Menntavísindasvið í samstarfi við Heimili og skóla hrinda úr vör foreldrafræðslu á ZOOM, virka daga kl. 15:00-15.45.
Foreldrar standa í eldlínunni á óvenjulegum tímum þar sem samkomubann ríkir og skóla- og frístundastarf barna er í lágmarki. Foreldrar vinna þrekvirki við að pússla saman dögunum með börnin heima við, vinnuna í fanginu, litlar sem engar tómstundir og takmarkað aðgengi að fjölskyldu.
Sérfræðingar Menntavísindasviðs, ásamt góðum gestum af öðrum fræðasviðum og úr samfélaginu munu kappkosta að varpa ljósi á þessar aðstæður, styðja við og uppörva foreldra, með ráðum og dáð.
Viðfangsefni fræðsluraðarinnar spanna allt litróf náms, velferðar og uppeldis: Tengsl heimila og skóla, ólíkar námsgreinar og skólastig, leik og upplifun, svefn og heilsu, tómstundir og íþróttir, áhugahvöt og seiglu, bugun og bjartsýni. Foreldrar eru hvattir til að senda inn spurningar í beinni!
Allir nettengdir foreldrar geta fylgst með, leiðbeiningar fyrir niðurhal á ZOOM forritinu eru að finna neðar.
Dagskráin fram að páskum er sem hér segir:
Föstudagur 3. apríl kl. 15:00
– Tengsl heimila og skóla – tækifæri eða tjúlluð togstreita!
Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla og Kristín Jónsdóttir lektor í kennslu- og menntunarfræði.
——–
Mánudagur 6. apríl kl. 15:00
– Hollráð til foreldra um þeirra líðan og geðheilsu.
Bergljót Gyða Guðmundsdóttir, aðjunkt og sálfræðingur og Helga Theódóra Jónasdóttir, sálfræðingur hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og stundakennari við HÍ.
——–
Þriðjudagur 7. apríl kl. 15:00:
– Upplifum saman – að samræma vinnuna heima og samveru með leikskólabarni.
Ingibjörg Ósk Sigurðardóttir, lektor í leikskólafræðum og Svava Björg Mörk, aðjunkt.
——-
Miðvikudagur 8. apríl kl. 15:00
– Förum út að læra
Ingileif Ástvaldsdóttir og Jakob Frímann Þorsteinsson, aðjunktar.
Eftir páska halda fræðsluerindin áfram á ZOOM.
Allar upplýsingar um fyrirlestraröðina Heimilin og háskólinn verða að finna á Facebooksíðum Menntavísindasviðs og Heimilis og skóla og á vefsíðunni bakhjarl.menntamidja.is.