Opnað hefur verið fyrir tilnefningar til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla en þau verða afhent í 25. sinn í maí n.k.   Tilnefna þarf verkefni í gegnum sérstakt tilnefningarform hér á síðunni og verður opið fyrir tilnefningar til og með 31. mars n.k.  Sérstaklega er leitað eftir verkefnum sem efla og styrkja samstarf heimila og skóla/nærsamfélagsins.  Vakin er athygli á því að einnig er hægt að tilnefna einstaklinga til Dugnaðarforks Heimilis og skóla og er þá verið að horfa sérstaklega til einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum til foreldrasamstarfs og samstarfs heimila og skóla með einhverjum hætti. Sérstakt form er fyrir tilnefningu til Dugnaðarforks.

Mikilvægt er að þeir sem tilnefna gefi greinargóðar upplýsingar um verkefnið og þá sem standa á bak við það og góður rökstuðningur getur skipt sköpum.

Umsóknarform fyrir Foreldraverðlaunin 2020

Umsóknarform fyrir Dugnaðarfork 2020