Okkur hjá Heimili og skóla hafa borist fyrirspurnir um hvort foreldrafélög þurfi að skila inn gögnum vegna nýrrar reglugerðar um skráningu raunverulegra eigenda fyrirtækja og annarra lögaðila.

Samkvæmt heimildum okkar frá Ríkisskattstjóra þurfa foreldrafélög sem hafa eigin kennitölu að skila umbeðnum gögnum fyrir 1.mars 2020.

Þau foreldrafélög sem eru rekin undir kennitölu skólanna þurfa ekki að hafa frekari áhyggjur af þessu.

Frekari upplýsingar má sjá hér á vef ríkisskattstjóra https://www.rsk.is/um-rsk/frettir-og-tilkynningar/frettatilkynning-vegna-skraningar-raunverulegra-eigenda