Áttu barn í 1. bekk í grunnskóla? Þá hefur þú lent í úrtaki hjá okkur og ættir að hafa fengið tímaritið okkar, Stafrænt uppeldi; sent ásamt bréfi frá formanni Heimilis og skóla. Í bréfinu kemur meðal annars fram að þú munir fá valkvæðan greiðsluseðil í heimabanka og að þú gerist félagi í Heimili og skóla með því að greiða hann. Þér ber þó engin skylda til að greiða hann, hann safnar ekki vöxtum og fer ekki í innheimtu heldur fellur sjálfkrafa niður eftir skólaárið ef þú kýst að greiða hann ekki. Þetta er aðeins tilboð frá okkur til foreldra fyrstu bekkinga um að ganga í Heimili og skóla – landssamtök foreldra.

Ef þú átt ekki barn í 1. bekk þá ertu skráður virkur félagsmaður hjá okkur og fékkst greiðsluseðil eða rukkun á kreditkort fyrir árgjaldinu.