Heimili og skóli og SAFT  voru í hópi þeirra fjölmörgu aðila sem fengu úthlutað úr Lýðheilsusjóði í gær. Þrjú verkefni hlutu styrk og erum við himinlifandi með að geta haldið þeim áfram og eflt þau enn frekar. Eftirfarandi verkefni hlutu styrk:

Krakkar með krökkum sem er samstarfsverkefni með KVAN og Sölku Sól  sem ætlað er að stuðla að vináttufærni og forvörnum gegn einelti; samstarfsverkefni með Siggu Dögg kynfræðingi sem fjallar um sjálfsmynd, birtingarmynd kynjanna, sexting, klám, kynlíf og netið og loks verkefnið Verum vakandi sem er samstarfsverkefni með Rannsóknum og greiningu og felur í sér forvarnafræðslu til foreldra.

Bestu þakkir fyrir okkur