Börn og samskipti á internetinu: Áskoranir og tækifæri

Aðalfyrirlesari er Fred Langford, forseti INHOPE, alþjóðlegra regnhlífasamtaka ábendingalína og aðstoðarframkvæmdastjóri Watch Foundation.

Langford mun í erindi sínu fjalla um alþjóðlegt samstarf til að útrýma kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á Netinu og um þær áskoranir sem fagfólk, foreldrar og opinberir stefnumótunaraðilar standa frammi fyrir til að tryggja öryggi barna á Netinu.

Málþingið er haldið í samstarfi fjölmargra aðila og í pallborði munu sitja fulltrúar lögreglunnar, Menntavísindasviðs, Stígamóta, Heimilis og skóla, frístundageirans, Barnaheilla og Barnahúss.

Málþingið fer fram í Skriðu, Menntavísindasviði þann 22. mars kl. 14-16.