Bæst hafa tveir nýir starfsmenn í hópinn hjá Heimili og skóla og SAFT og bjóðum við þau hjartanlega velkomin.

hildur_halldorsdottirHildur Halldórsdóttir er með B.A. gráðu í uppeldis og menntunarfræði og sálfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í náms- og starfsráðgjöf við sama skóla. Meðfram námi hefur hún sinnt prófarkalestri og aukatímakennslu í aðferðafræði og hefur hún einnig verið stuðningsforeldri fatlaðrar stúlku til nokkurra ára.

 

sigurdur_sigurdssonSigurður Sigurðsson er með B.Ed gráðu í grunnskólakennslu frá Háskóla Íslands. Áður en Sigurður kom til starfa hjá Heimili og skóla var hann aðstoðarforstöðumaður í félagsmiðstöðinni Öskju. Sigurður hefur verið virkur í félagastarfi undanfarin ár og var meðal annars Landsforseti JCI á Íslandi og formaður LUF.

 

Þau hófu bæði störf í september síðastliðnum og hlökkum við til áframhaldandi samstarfs.