VERKEFNASTJÓRI HJÁ HEIMILI OG SKÓLA
Heimili og skóli – landssamtök foreldra auglýsa eftir starfsmanni í stöðu verkefnastjóra. Um er að ræða ráðningu til eins árs í 100% starf með möguleika á framlengingu.
Verkefnastjóri sinnir m.a. eftirfarandi verkþáttum:
- Fyrirlestrum og fræðslu á vegum Heimilis og skóla og SAFT – Samfélag, fjölskylda og tækni
- Símsvörun og ráðgjöf
- Þáttöku í samstarfshópum um forvarnir
- Umsjón og skrifum á heimasíðu og samfélagsmiðla
- Greinaskrifum og auglýsingaöflun fyrir tímarit samtakanna
- Umsjón með ungmennaráði SAFT
- Almennum skrifstofustörfum ásamt tilfallandi verkefnum
Helstu eiginleikar sem umsækjendur þurfa að hafa til að bera eru:
- Góð samskiptahæfni
- Frumkvæði og sjálfstæði
- Ábyrgðarkennd og áreiðanleiki
- Sveigjanleiki
Við óskum eftir umsækjendum með háskólamenntun og reynslu af skóla- og uppeldismálum.
Áhugasamir hafi vinsamlega samband fyrir 1. ágúst 2018 með því að senda umsóknarbréf og ferilskrá á framkvæmdastjóra samtakanna, Hrefnu Sigurjónsdóttur, hrefna@heimiliogskoli.is.