Fulltrúaráð Heimilis og skóla kom saman síðastliðinn föstudag í Vatnsendaskóla í Kópavogi. Mættir voru fulltrúar frá SAMFOK í Reykjavík, SAMKÓP í Kópavogi, SAMTAKA á Akureyri, SAMMOS í Mosfellsbæ og Foreldraráði Hafnarfjarðar.

Að lokinni skoðunarferð um skólann sagði Sigurður Haukur Gíslason kennsluráðgjafi okkur frá spjaldtölvuvæðingunni í Kópavogi. Hann vann meistaraverkefni sitt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands í tengslum við innleiðinguna og má finna góð ráð og ábendingar á vefnum www.innleiding.com sem er hluti af meistaraverkefni hans.

NoKo eða Nordisk komité sem eru regnhlífasamtök norrænna foreldrasamtaka standa fyrir ráðstefnu í haust í Noregi þar sem fjallað verður um fjölbreytileika og aðlögun í skólstarfi. Ráðstefnan var kynnt fyrir fundargestum.

Í lokin voru umræður og var þar rætt um slysatryggingar barna á skólatíma þar virðist vera pottur brotinn. Einnig var rætt um vettvangsferðir í skólum og kostnað foreldra við þær og þá að lokum var rætt um hvernig virkja megi foreldra betur til starfa í skólasamfélaginu.

Fulltrúaráðsfundir eru að jafnaði haldnir tvisvar á ári og er svæðasamtökum foreldra um land allt heimilt að senda fulltrúa á fundina.

Þátttakendur á fulltrúaráðsfundi Heimilis og skóla ásamt Ingunni og Sigrúnu deildarstjórum í Vatnsendaskóla sem tóku á móti hópnum.

Þátttakendur á fulltrúaráðsfundi Heimilis og skóla ásamt Ingunni og Sigrúnu deildarstjórum í Vatnsendaskóla sem tóku á móti hópnum.