skjaldarmerkid2

Stýrihópur stjórnarráðsins um mannréttindi stendur fyrir opnum fundi í Veröld, Húsi Vigdísar Finnbogadóttur, fimmtudaginn 30. nóvember næstkomandi frá klukkan 14:00-16:00. Á fundinum verða niðurstöður UPR-ferlisins (Universal Periodic Review) kynntar auk almennrar umræðu um störf stýrihópsins, stöðu mannréttinda á Íslandi og næstu skref.

Dagskrá:

14:00  Fulltrúi dómsmálaráðuneytisins opnar fundinn.
14:10  Ragna Bjarnadóttir, skrifstofustjóri í dómsmálaráðuneytinu, kynnir niðurstöður UPR-ferlisins og nýstofnaðan stýrihóp stjórnarráðsins um mannréttindi.
14:30  Margrét Steinarsdóttir frá Mannréttindaskrifstofu Íslands kynnir skuggaskýrslu.
14:50  Þuríður Harpa Sigurðardóttir frá ÖBÍ.
15:00  Inga Huld Ármann fulltrúi ungmenna frá ungmennaráði Umboðsmanns barna.
15:10  Pallborðsumræður (Þuríður Harpa Sigurðardóttir fulltrúi ÖBÍ, Margrét Steinarsdóttir fulltrúi Mannréttindaskrifstofu Íslands, Rúnar Helgi Haraldsson fulltrúi Fjölmenningarsetursins, Árni Múli Jónasson fulltrúi Þroskahjálpar, Inga Huld Ármann fulltrúi ungmenna, Kittý Anderson fulltrúi frá Samtökunum 78 og Ragna Bjarnadóttir fulltrúi UPR-hópsins)

Fundarstjórar: Rún Knútsdóttir, lögfræðingur í velferðarráðuneytinu, og Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur hjá forsætisráðuneytinu.

Nánar um stýrihópinn hér.