mannrettindi_barna

Dagur mannréttinda barna er mánudaginn 20. nóvember. Þann dag var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur árið 1989.
Um leið og við hvetjum skóla til að halda upp á daginn minnum við á að hjá Menntamálastofnun má panta bækling og veggspjöld um Barnasáttmálann. Einnig má nálgast bæklinga á skrifstofu Barnaheilla að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík.