naum_attum

Ungmenni utan skóla – 15. nóvember kl. 08:15-10:00

Næsti morgunverðarfundur N8 verður haldinn miðvikudaginn 15. nóvember nk. á Grand hótel kl. 08.15 – 10.00.  Að þessu sinni verður haldið áfram þar sem frá var horfið í síðasta mánuði og fjallað um viðkvæma hópa í samfélaginu.  Erindin koma frá þeim Margréti Lilju Guðmundsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík og fjallar um rannsóknir á líðan og högum ungmenna utan skóla, Sólveigu Þrúði Þorvaldsdóttur frá Fjölsmiðjunni og fjallar um nemendur Fjölsmiðjunnar og Jódísi Káradóttur frá Námsflokkum Reykjavíkur sem fjallar um ungmenni sem sækja Námsflokka Reykjavíkur (auglýsing PDF).  Fundarstjóri er Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandsi og er fundurinn opinn öllum á meðan húsrúm leyfir.