Persónuvernd, í samstarfi við Háskóla Íslands, boðar til málþings fyrir íslenskt skólasamfélag um nýja Evrópureglugerð um persónuvernd sem mun taka gildi árið 2018. Málþingið fer fram fimmtudaginn 9. nóvember 2017 kl. 15:00-17:00 í Háskólabíói.

Hið nýja regluverk markar tímamót í sögu persónuverndarlöggjafar í Evrópu. Eftirfarandi er meðal þess sem verður rætt:
• Áhrif nýrrar Evrópulöggjafar um persónuvernd á íslenskt skólasamfélag
• Vinnsla persónuupplýsinga í vísinda- og rannsóknarstarfi
• Hvernig eiga skólar að vinna eftir nýrri löggjöf?

Dagskrá:

Opnun málþings: Dómsmálaráðuneyti

Áhrif nýrrar persónuverndarlöggjafar á skólastarf
– Vigdís Eva Líndal, skrifstofustjóri upplýsingaöryggis hjá Persónuvernd

Söfnun persónuupplýsinga í þágu rannsókna
– Þórður Sveinsson, skrifstofustjóri lögfræðisviðs hjá Persónuvernd

Raunhæf ráð um innleiðingu nýrrar persónuverndarreglugerðar – Hörður Helgi Helgason, lögmaður hjá Landslögum

Fundarstjórn og inngangserindi:
Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar

Málþingið er hluti af fundaröð Persónuverndar um hið breytta regluverk og fer fram í aðalsal Háskólabíós. Það er aðallega ætlað þátttakendum í skólastarfi á Íslandi – en verður opið öðrum áhugasömum á meðan húsrúm leyfir.

Málþinginu verður streymt á vefsíðu Persónuverndar.

Vinsamlegast skráið þátttöku á skraning@personuvernd.is.