Sattmali_um_samstarf

Ráðstefna Heimilis og skóla og Samtaka áhugafólks um skólaþróun í Hlégarði í Mosfellsbæ föstudaginn 3. nóvember, kl. 14-18.

Ráðstefnan verður með þjóðfundarsniði og byggist á virkri þátttöku fundargesta þar sem leitast verður við að svara spurningum um æskilega þróun samstarfs heimila og skóla. Hugmyndin er að nýta niðurstöður til að búa til sáttmála um samstarf heimila og skóla.

Umræðustjóri: Sigurborg Kr. Hannesdóttir ráðgjafi hjá ILDI.

Stutt erindi flytja Baldur Pálsson fræðslustjóri á Seltjarnarnesi, Kristín Jónsdóttir kennslukona og skólastýra Barnaskóla Hjallastefnunnar á Vífilsstöðum, Kristín Lilliendahl ráðgjafi hjá Erindi og aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Nanna Christiansen verkefnisstjóri hjá Reykjavíkurborg og höfundur bókarinnar Skóli og skólaforeldrar.

Móttaka í Listasal Mosfellsbæjar að lokinni ráðstefnu.

Nánari upplýsingar og skráning á skolathroun.is

Aðgangeyrir 2.500 kr.