Málþing Borgarbókasafns Reykjavíkur þann 3. okt. kl. 14:00 – 16:00 – Tölvuleikir sem skapandi afl – Á málþinginu verður farið í hvernig hægt er nýta tölvuleiki í kennslu, námi og sem félagslegt verkfæri.  Tekin verður umræða um tölvuleiki án umræðu um netfíkn og einblínt á hvernig er hægt að nýta þá sem skapandi afl í lífi barna og unglinga. Þó er ekki verið að afneita þeirri staðreynd að netfíkn sé til heldur einungis að tala fyrir því að horfa á tölvuleiki jákvæðari augum og skoða hvað er hægt að læra af þeim. Málþingið er liður í að vinna að einu af markmiðum Borgarbókasafns sem er að efla tæknilæsi barna og unglinga.