Vel á annað hundrað smásögur voru sendar inn í smásagnasamkeppni KÍ, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara, en frestur til að skila inn sögum rann út á miðnætti 17. september.

Verðlaun í keppninni verða veitt við hátíðlega athöfn á Skólamálaþingi KÍ sem fram fer í Hörpu á kennaradaginn 5. október næstkomandi.