Skólar á Eyjafjarðarsvæðinu hafa í samvinnu við Miðstöð skólaþróunar HA og fræðslusvið Akureyrarbæjar unnið að því frá árinu 2014 að móta og þróa læsisstefnu fyrir leik- og grunnskóla á svæðinu. Afrakstur þeirrar vinnu, svo sem þrep um þróun læsis, sem kennarar geta nýtt til að meta stöðu nemenda og skipuleggja kennslu má finna á heimasíðu verkefnisins.

læsi-er-lykillinn-logo