Göngum í skólann var sett í 11. sinn í morgun. Í þetta sinn fór setningarhátíðin fram í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði. Hrönn Bergþórsdóttir, skólastjóri Víðistaðaskóla, byrjaði á því að bjóða nemendur og gesti velkomna. Því næst ávörpuðu Lárus L. Blöndal forseti ÍSÍ, Óttarr Proppé heilbrigðisráðherra og Rósa Guðbjartsdóttir formaður fræðsluráðs nemendur og gesti stuttlega. Í ávarpi Óttarrs hvatti hann börnin til þess að ganga eða nýta sér virkan ferðamáta og huga að umferðaröryggi. Jafnframt að það væri mikilvægt að velja sér þann virka ferðamáta sem þeim þætti skemmtilegastur og nefndi t.d. að það að dansa í skólann væri góð leið til að byrja daginn. Nemendur úr 3. bekk sungu fyrir gesti áður en lagt var af stað í göngu í kringum Víðistaðatún í blíðunni. Göngum í skólann