Smásagnasamkeppni

Smásagnasamkeppni Kennarasambands Íslands, Heimilis og skóla og Samtaka móðurmálskennara er hafin þriðja árið í röð. Tilefni samkeppninnar er Alþjóðadagur kennara sem haldinn er hátíðlegur 5. október ár hvert.

Þátttaka hefur verið góð í keppninni frá upphafi og ljóst að áhugi barna og ungmenna á skáldskap er til staðar. Sem fyrr er keppt í fimm aldursflokkum;

  • leikskólinn
  • grunnskólinn 1. til 4. bekkur
  • grunnskólinn 5. til 7. bekkur
  • grunnskólinn 8. til 10. bekkur
  • framhaldsskólinn

Þema keppninnar er kennarinn en smásagnahöfundar hafa frjálsar hendur með efnistök. Dómnefnd skipa Kristín Ómarsdóttir skáld, Kristján Jóhann Jónsson, dósent á Menntavísindasviði HÍ, og Bryndís Jónsdóttir, fyrir hönd Heimilis og skóla.

Verðlaun verða veitt fyrir fimm bestu sögurnar á Skólamálaþingi KÍ sem fram fer í Silfurbergi Hörpu á kennaradeginum 5. október. Verðlaunahafar fá lesbretti og sögurnar verða síðan birtar í prentútgáfu Skólavörðunnar.

Aðstandendur keppninnar hvetja krakka á öllum aldri til að taka þátt. Skilafrestur rennur út á miðnætti 19. september. Nánar um tilhögun keppninnar.