Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa gefið út handbók um skólaráð. Handbókin var unnin í samstarfi við Heimili og skóla, Samfok, Umboðsmann barna og mennta- og menningarmálaráðuneytið. Í handbókinni má finna upplýsingar um starfsemi skólaráða, helstu verkefni, hverjir sitja í skólaráði, hvernig kraftar fulltrúa í skólaráði nýtast og fleiri góð ráð.

Handbókina má finna á heimasíðu Heimilis og skóla undir flipanum um Foreldrastarf/Foreldraráð og skólaráð.

Handbók um skólaráð