Þann 26. apríl sl. heimsóttu formaður og framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, ásamt mennta- og menningarmálaráðherra, Kristjáni Þór Júlíussyni, og sérfræðingum ráðuneytisins Móðurmál – samtök um tvítyngi en þau eru handhafi Foreldraverðlauna Heimilis og skóla árið 2016. Við fengum kynningu á starfsemi samtakanna og áttum gott spjall um menntun og tungumál.

Sú hefð hefur skapast að heimsækja handhafa Foreldraverðlaunanna með mennta- og menningarmálaráðherra og fá dýpri kynningu á því starfi sem verkefnið felur í sér.

Móðurmál, samtök um tvítyngi, hlutu Foreldraverðlaun Heimilis og skóla árið 2016 fyrir móðurmálskennslu. Samtökin voru formlega stofnuð árið 2001, en hafa boðið upp á móðurmálskennslu frá árinu 1994. Meginmarkmið samtakanna er að gefa börnum tækifæri til að læra og viðhalda eigin móðurmáli og koma fræðslu til foreldra, skóla og almennings. Innan raða samtakanna starfar fjöldi einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu til að halda úti tungumálakennslu fyrir börn sín og annarra. Móðurmálskennslan hefur farið fram í Reykjavík og í vetur hafa samtökin einnig skipulagt móðurmálskennslu á Suðurnesjum. „Það verður ómetanlegt fyrir lítið málsamfélag eins og Ísland að hér muni vaxi upp kynslóð ungs fólks sem kann mörg tungumál, ungt fólk sem á mörg móðurmál“, segir í tilnefningunni.

18236340_10155277738131057_1725203943_o  18261154_10155277737436057_1060668725_o 18261251_10155277738241057_1597356785_o 18261279_10155277737076057_731313514_o   18261209_10155277737981057_1940206334_o 18236288_10155277736641057_1241175049_o  18297082_10155277736146057_1608066885_o  18260997_10155277736381057_1982849134_o

Save

Save