Tillaga að breytingu á lögum Heimilis og skóla, landssamtaka foreldra

5. grein laga samtakanna hljómar svo: Stjórn samtakanna skipa sjö einstaklingar þar með talinn formaður. Annað hvert ár eru á aðalfundi kosnir þrír stjórnarmenn til tveggja ára í senn og tveir hitt árið. Það ár kýs fulltrúaráð samtakanna einn stjórnarmann til tveggja ára. Formaður skal kosinn sérstaklega en aðrir stjórnarmenn í einu lagi. Stjórn skiptir með sér verkum á fyrsta fundi eftir aðalfund og kýs varaformann og ritara.Kjörgengir til stjórnarkjörs eru þeir sem eru félagar í samtökunum þegar kosning fer fram. Formaður skal ekki sitja lengur en tvö kjörtímabil í senn eða fjögur ár.Í umboði aðalfundar er hlutverk stjórnar að sjá til þess að samtökunum sé stýrt í samræmi við þessi lög, marka stefnu samtakanna, hafa eftirlit með rekstri þeirra og annast ráðningu framkvæmdastjóra. Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en átta sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir. Stjórn skal halda gerðabók þar sem bókuð eru öll mál sem tekin eru fyrir og afgreiðsla þeirra.

Tillaga er gerð að breytingu 5. greinar laganna þannig að í stað: ,,Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en átta sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir,” kemur: ,,Stjórn kemur saman eigi sjaldnar en sex sinnum á ári og oftar ef þurfa þykir.”