Tómstundadagurinn 2017

Áhugafólki og fagaðilum sem vinna með börnum og ungmennum er boðið til ráðstefnu 3. mars 2017 í Skriðu í húsnæði Menntavísindasviðs Háskóla Íslands við Stakkahlíð. Markmið ráðstefnunnar er að kynna hagnýtar og gagnreyndar leiðir til að koma í veg fyrir og grípa inn í eineltismál sem og að skapa vettvang fyrir markvissa umræðu og stefnumörkun.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni eru Dr. Debra Pepler, Margot Peck, Dr. Sanna Herkama og Vanda Sigurgeirsdóttir sem allar hafa víðtæka reynslu af forvörnum, inngripum og rannsóknum á einelti.

Ráðstefnan er haldin í minningu Sigurðar Jónasar Guðmundssonar (20. febrúar 1979 – 4. apríl 2016).

Skráning á: https://goo.gl/forms/G4MmFLLrZLytpdM32

Dagskrá

09.00 Setning ráðstefnu. Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Jóhanna Einarsdóttir sviðsforseti Menntavísindasviðs.

09.20 Dr. Debra Pepler: Heilbrigð samskipti sem leið til að vinna gegn einelti og eineltisforvarnir í Kanada.

10.10 Kaffi.

10.40 Dr. Sanna Herkama: Eineltisáætlunin KiVa í Finnlandi.

11.30 Margot Peck: Hagnýtar aðferðir í eineltisforvörnum með þátttöku unglinga og ungmenna.

12.20 Hádegismatur og kynningar í Skála.

13.10 Vanda Sigurgeirsdóttir: Staðan á Íslandi.

13.40 Spjall við fyrirlesara: Fyrirlesarar svara spurningum og verða til samtals við ráðstefnugesti.

14.15 Vinnuhópar um hin ýmsu svið eineltismála. Greining og tillögugerð um aðgerðir.

15.45 Samantekt og slit.

16.00 Ráðstefnulok.

Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Nánari upplýsingar á http://menntavisindastofnun.hi.is/node/1533

Viðburður á facebook er hér: https://www.facebook.com/events/385658118493141/

Tómstundadagurinn er skipulagður af námsbraut í tómstunda- og félagsmálafræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið Tómstundadagsins er að taka fyrir aðkallandi málefni sem varpa ljósi á mikilvægi tómstunda og tengjast velferð og lífsgæðum fólks.