Bryndís Jónsdóttir hefur hafið störf sem verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Bryndís er kennaramenntuð og lagði einnig stund á meistaranám í mannauðsstjórnun. Síðustu sjö árin hefur hún starfað hjá SAMFOK, samtökum foreldra grunnskólabarna í Reykjavík, við að uppfræða skólaforeldra og gæta hagsmuna þeirra. Kemur hún því með töluverða reynslu úr þessum málaflokki í farteskinu auk þess sem SAMFOK og Heimili og skóli hafa átt mikið og gott samstarf um ýmis málefni í gegnum tíðina.Við bjóðum Bryndísi velkomna og hlökkum til samstarfsins.

stjorn-bryndis

Einnig þökkum við Birni Rúnari Egilssyni fyrir störf hans síðastliðin fjögur ár en hann hefur nú látið af störfum og snúið sér að nýjum verkefnum. Sólveig Karlsdóttir, verkefnastjóri, mun fara í fæðingarorlof í febrúar og snýr aftur að því loknu.