Geðheilbrigði skólabarna – hvar liggur ábyrgðin?

Föstudaginn 3. febrúar fer fram morgunverðarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólamál í Gullteigi A á Grand hóteli í Reykjavík.

Þetta er þriðji, og jafnframt lokafundur sambandsins sem haldinn verður undir yfirskriftinni „Skóli fyrir alla“. Að þessu sinni verður áherslan lögð á geðheilbrigði skólabarna og skoðað hvar ábyrgð á þjónustu við þau liggur í kerfinu.

Fyrirlesarar verða:

  • Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir göngudeildar BUGL
  • Soffía Vagnsdóttir, fræðslustjóri Akureyrarkaupstaðar
  • Foreldri með reynslu af samskiptum við kerfið vegna geðrænna erfiðleika barns

Fundarstjóri: Þorsteinn Hjartarson, fræðslustjóri í Árborg

Dagskráin hefst kl. 8:00 með morgunmat og skráningu. Fyrirlestrar hefjast kl. 8:30 og lýkur með umræðum og fyrirspurnum kl. 10:15.