img_3537

Foreldradagurinn var haldinn hátíðlegur í 6 sinn miðvikudaginn 9. nóvember og blésu Heimili og skóli til málþings um kvíða meðal barna og ungmenna af því tilefni í samstarfi við Félag grunnskólakennara og Samband íslenskra sveitarfélaga. Á málþinginu voru flutt fróðleg erindi um tengsl kvíða við svefn og samfélagsmiðla, sálfræðiþjónustu í grunn- og framhaldsskólum og geðrækt í skólum. Að loknum erindum sköpuðust góðar umræður þar sem málefnið brennur á mörgum foreldrum.

Erindin voru tekin upp og eru aðgengileg á hlekkjunum hér fyrir neðan:

Kvíði barna og ungmenna: Tengsl við svefn og samfélagsmiðla

  • Ingibjörg Eva Þórisdóttir, Rannsóknir og greining

Sálfræðiþjónusta í grunn- og framhaldsskólum

  • Hjalti Jónsson, Sálfræðiþjónusta Norðurlands

Það er engin heilsa án geðheilsu: Geðrækt í skólum

  • Sigrún Daníelsdóttir, Embætti landlæknis