Þriðjudaginn 11. október heldur geðlæknirinn Óttar Guðmundsson fyrirlesturinn “Tölvur og kynlíf” á sal Hannesarholts, Grundarstíg 10 í Reykjavík.

Tölvur urðu sjálfsagður hluti af lífi almenninga á níunda áratug liðinnar aldar. Tækninni hefur fleygt fram allar götur síðan, tækin hafa orðið æ fyrirferðarminni, vinnuhraði og möguleikar vélanna hafa aukist. Með tölvunum hafa öll samskipti breyst. Tölvupóstar, sms og margs konar konar önnur samskiptaforrit eru ráðandi í nútímasamfélagi. Tölvan opnar aðgang að heimi kvikmynda, alls konar fræðslu og upplýsingum. Með tölvunni hefur alls konar áreiti aukist til mikilla muna, enda fullt starf að fylgjast með öllum þeim skilaboðum sem skella á notandanum á hverri stundu. Hvaða áhrif hefur þetta á samskipti kynjanna og kynlíf?

Tölvan veitir óheftan aðgang að alls konar klámi og kynferðislegum samskiptum. Fólk leitar sé að maka eða bólfélaga á óravíddum netsins. Hvaða áhrif hefur þessi mikla tölvunotkun á nálægð, námd og innileika í samböndum? Hvað verður um ástina í þessu gegndarlausa áreiti? Er fólk að missa börnin sín inn í heim tölvunnar? Hvaða áhrif hefur það á samskipti foreldra og uppalenda? Hvernig gengur fólki að ná athygli maka síns í stöðugri samkeppni við afþreyingarefni netsins? Veldur tölvan aðskilnaði og einagrun fólks eða aukinni nánd?

Óttar Guðmundsson geðlæknir veltir þessum spurningum fyrir sér í Hannesarholti

Verð á fundinn er 1500 kr. Salur Hannesarholts rúmar takmarkaðan fjölda gesta, hægt er að panta miða á www.midi.is

Sjá annars á www.hannesarholt.is